- Home
- Equities - Stocks - Shares
- Company Press Releases
- Marel: Stjórn Óskar Eftir Afskráningu Hlutabréfa Hjá Nasdaq Iceland Og Á Euronext Amsterdam
Marel: Stjórn óskar eftir afskráningu hlutabréfa hjá Nasdaq Iceland og á Euronext Amsterdam
23 Dec 2024 14:55 CET
Issuer
MAREL HF.
Stjórn Marel hf. samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir afskráningu hlutabréfa félagsins hjá Nasdaq Iceland og á Euronext Amsterdam, eins fljótt og auðið er í samræmi við reglur sem um það gilda.
Ákvörðun stjórnar fylgir í kjölfar samþykkis hluthafa Marel hf. sem eiga um það bil 97,5% af útgefnum og útistandandi hlutum í félaginu á valkvæðu yfirtökutilboði JBT Corporation, sem tilkynnt var um föstudaginn 20. desember 2024.
Hlutabréf sameinaðs félags, JBT Marel Corporation (JBTM), verða áfram skráð á New York Stock Exchange (NYSE) og tvískráð á Nasdaq Iceland, en samþykki Nasdaq Iceland á tvískráningu félagsins á markað liggur þegar fyrir. Gert er ráð fyrir að hlutabréf JBTM muni verða tekin til viðskipta á bæði NYSE og Nasdaq Iceland þann 3. janúar 2025.
Source
Marel
Provider
Modular Finance
Company Name
MAREL
ISIN
IS0000000388
Symbol
MAREL
Market
Euronext